Rannsókn á meintri ásiglingu á lokastigi
Rannsókn á meintri ásiglingu á lokastigi...

Rannsókn lögreglu á því þegar strandveiðibáturinn Hadda sökk út af Garðskaga í síðasta mánuði, að öllum líkindum eftir árekstur við flutningaskipið Longdawn, er á lokastigi að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum.Skipstjóri og stýrimaður Longdawn voru úrskurðaðir í fjögurra vikna farbann vegna málsins og rennur það út á fimmtudag. Úlfar segir ekki tímabært að tjá sig um hvort að farið verður fram á framlengingu farbannsins. Einn var um borð í Höddu og var honum bjargað á síðustu stundu um borð í annan strandveiðibát. Rannsókn lögreglu lýtur annars vegar að ásiglingunni sjálfri og hins vegar því sem gerðist í framhaldinu.