Alfreð segir Hannes hafa stolið allri athyglinni
Alfreð segir Hannes hafa stolið allri athyglinni...

Alfreð Finnbogason er einn af sérfræðingum Stofunnar í dag. Alfreð ræddi við Kristjönu Arnarsdóttur og Öddu Baldursdóttur um markið sem hann skoraði gegn Argentínu á HM 2018. Stofan telur vítavörslu Hannesar Þórs Halldórssonar gegn Messi hafa stolið athyglinni af marki Alfreðs.„Það er kannski verra. Það sem er svona eftirminnilegast úr þessum leik er að Hannes tekur eiginlega allt,“ sagði Adda. „Hannes tekur af þér mómentið,“ bætti Kristjana við.„Ég hitti hann einmitt á laugardaginn. Þá var verið að rifja þetta upp. Ég minntist á það við hann að það var frábært hjá honum að stela allri athyglinni. Það talar eiginlega enginn um þetta mark. Það er bara hann. Hann er náttúrulega góður að koma sér á framfæri, líka. Þannig hann minnist reglulega á þetta.“ sagði Alfreð.