Birgir útnefndur heiðursborgari Mosfellsbæjar
Birgir útnefndur heiðursborgari Mosfellsbæjar...

Birg­ir D. Sveins­son fyrrverandi skólastjóri Varmárskóla og stofnandi skólahljómsveitar Mosfellsbæjar var í dag út­nefnd­ur heið­urs­borg­ari bæjarins við há­tíð­lega at­höfn við Varmár­laug. Sundlaugin var tekin í notkun á þessum degi fyrir sextíu árum og þá lék skólahljómsveitin fyrst opinberlega og hefur starfað óslitið síðan. Aðsend mynd / Raggi ÓlaBirg­ir stjórnaði skóla­hljóm­sveitinni í 40 ár eða fram til árs­ins 2004 og var formað­ur Sam­taka ís­lenskra skóla­hljóm­sveita í 20 ár, en sam­tökin voru stofn­uð í Mos­fells­bæ. Árið 2005 var Birg­ir sæmd­ur stór­ridd­ara­krossi Hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir tón­list­ar­kennslu.