Birgir útnefndur heiðursborgari Mosfellsbæjar...
Birgir D. Sveinsson fyrrverandi skólastjóri Varmárskóla og stofnandi skólahljómsveitar Mosfellsbæjar var í dag útnefndur heiðursborgari bæjarins við hátíðlega athöfn við Varmárlaug. Sundlaugin var tekin í notkun á þessum degi fyrir sextíu árum og þá lék skólahljómsveitin fyrst opinberlega og hefur starfað óslitið síðan. Aðsend mynd / Raggi ÓlaBirgir stjórnaði skólahljómsveitinni í 40 ár eða fram til ársins 2004 og var formaður Samtaka íslenskra skólahljómsveita í 20 ár, en samtökin voru stofnuð í Mosfellsbæ. Árið 2005 var Birgir sæmdur stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir tónlistarkennslu. …