Bjarni talaði um lýðræðisógnir, skautun og varnarmál
Bjarni talaði um lýðræðisógnir, skautun og varnarmál...

Íslendingar fagna í dag 80 ára afmæli lýðveldisins. Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra varð tíðrætt um þær ógnir sem steðja að lýðræðinu og skautun í samfélaginu í hátíðarræðu á Austurvelli í morgun.Skautun, samfélagsmiðlar og undirróðursöflBjarni talaði meðal annars um styrkleika Íslands og þær miklu framfarir sem hafa einkennt íslenskt samfélag frá stofnun lýðveldisins fyrir 80 árum. Þá vakti hann máls á ógnum sem heimshlutinn stendur frammi fyrir.„Í okkar heimshluta eru vaxandi áhyggjur af lýðræðinu, neikvæðum áhrifum samfélagsmiðla. Teikn eru um aukna skautun; netárásir og undirróðursöfl láta til sín taka. Þau skeyta engu um framtíð landsmanna.“Hann talaði um aukinn hraða í samskiptum samhliða skertri athygli.„Upphrópanir og skilaboð í stuttum myndskeiðum eru áberandi en eiga erfitt með að rúma dýpt flóknari mála. Falsfréttir flæða um netheima í harðri samkeppni við sannleikann og oft skortir gagnrýna hugsun til að greina þar á milli.“Sagði frumskyldu að huga að vörnum okkar og bandamannaBjarni sagði að málefnaleg umræða, sem væri lýðræðinu nauðsynleg, ætti víða í vök að verjast.„Og við skulum vera minnug þess að gæði skoðanaskipta og gæði ákvarðana þjóðinni til heilla haldast iðulega í hendur.“Þá gerði forsætisráðherra stríðið í Úkraínu að umfjöllunarefni sínu og árásir Rússa, jafnt á vígvelli sem og í formi upplýsingahernaðar.„Það er frumskylda okkar að huga enn betur að eigin vörnum og styðja við varnir bandamanna okkar, rétt eins og við treystum á að þeir gerðu, væri á okkur ráðist. Það fer vel saman að vera friðelskandi þjóð og verja þau gildi sem tilvist okkar sem sjálfstæðrar þjóðar grundvallast á.“