Blóðþyrstar tígris moskítóflugur herja á Evrópu
Blóðþyrstar tígris moskítóflugur herja á Evrópu...

Loftslagsbreytingar eru taldar helsta ástæða þess að tígris-moskítóflugurnar hafi numið land í 13 Evrópuríkjum síðustu tvo áratugi, þar meðal á Spáni, í Grikklandi og Frakklandi. Áður sáust þær helst í Afríku, Asíu og Ameríku.„Þegar fjölskyldan situr saman að snæðingi á veröndinni fáum við mikið af moskítóflugum yfir okkur, einkum undir borðinu. Þær eru hvimleiðar og spilla sumarkvöldum,“ segir Daniel Rabbe, íbúi í Murviel-lés-Monpellier í Frakklandi.Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins varar við að láta vatn standa opið í görðum og á svölum því að þar fjölga þær sér. Flugurnar geta borið með sér sjúkdóma sem geta verið banvænir, þar á meðal beinbrunasótt. Thibault Carincotte er einn þeirra sem veikst hefur af beinbrunasótt. Hann lýsir því þannig að hann hafi svitnað mikið og þurft að skipta um föt fjórum til sex sinnum á nóttu. Hann hafi misst sjö kíló á tíu dögum og verið eins og uppvakningur.Sótthreinsaðar karlflugur eru ræktaðar og við fjölgun með kvendýrum verpa þær eggjum sem klekjast ekki út.Þá reyna vísindamenn að læra á atferli flugnanna og fylgjast með hvar þær vilja halda sig. „Við getum komist að því hvar þær fela sig, hvað þær eru að aðhafast og hvað þær vilja. Ef við tökum eftir því til dæmis að það er einhver planta sem þær eru sérstaklega spenntar fyrir þá getur fólk sleppt því að gróðursetja þær við heimili sín,“ segir Célia Lutrat, vísindamaður hjá Terratis. Til dæmis sé vitað að flugurnar sæki í bambus.