Ebba Katrín er fjallkonan
Ebba Katrín er fjallkonan...

Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkona þjóðhátíðardagsins í Reykjavík í ár. Þjóðhátíðardeginum var fagnað á Austurvelli í morgun þar sem hún flutti ávarp fyrir hátíðargesti. Ávarpið samdi Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og uppistandari.Ebba Katrín lék í vetur í einleiknum Orð gegn orði í Þjóðleikhúsinu. Einnig lék hún í Frosti og Ellen B. Áður hefur hún komið fram í hinum fjölmörgu sýningum en hún fór meðal annars með annað titlhlutverkið í Rómeó og Júlíu.Þá hefur hún leikið í Venjulegu fólki, Mannasiðir, Agnes Joy og þáttaröðinni Húsó sem sýnd var í vor á RÚV.