Ferðamenn deyja úr hita á Grikklandi...
Fimm ferðamenn hafa dáið úr hita á Grikklandi í mánuðinum og nokkurra er saknað. Bandaríkjamaður á sextugsaldri fannst látinn á grísku eyjunni Mathraki í dag. Talið er að hann hafi látist vegna hitabylgju.Hitinn hefur náð um 40 gráðum síðan í byrjun mánaðar, sem er óvenju hlýtt miðað við árstíma. Talið er að fólkið sem lést hafi verið í göngutúr í miklum hita og hnigið niður. 74 ára gamall Hollendingur fannst látinn á eyjunni Samos á laugardag og tveir göngumenn á eyjunni Krít 5. júní.Mikla athygli vakti þegar breski sjónvarpsmaðurinn Michael Mosley fannst látinn á eyjunni Symi 9. júní. Hans hafði verið leitað í fjóra daga.Leit stendur yfir að tveimur frönskum konum á eyjunni Sikinos og að Bandaríkjamanni á Amorgos. Lögreglumenn, slökkviliðsmenn, sjálfboðaliðar og leitarhundar taka þátt í leitaraðgerðum. Einnig er leitað með dróna.EPA / Achilleas Chiras …