Fjallkonan þjóðarspegill og samviska þjóðarinnar
Fjallkonan þjóðarspegill og samviska þjóðarinnar...

„Það er ákveðið þegar lýðveldið er stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944 að láta þá vera ávarp frá fjallkonunni og það er ung kona sett í skautbúning og hún á að flytja ljóð sem hluta af lýðveldishátíðinni,“ segir Ragnheiður Kristjánsdóttir, sagnfræðingur. Hún segir fjallkonuna sem tákngerving íslenskrar þjóðar hafa fylgt Íslendingum frá stofnun lýðveldisins en hugmyndin um hana hafi orðið til fyrr í ljóðum og myndlist.Í þættinum Fjallkonan sem er á dagskrá á RÚV í kvöld klukkan 22 er fjallað um sögu fjallkonunnar og hlutverk.Á rætur að rekja aftur til 18. aldarElsta prentaða myndin af fjallkonunni birtist í enskri þýðingu íslenskra þjóðsagna sem gefin var út af Eiríki Magnússyni og George Powell. Mynd Benedikts Gröndals á minningarspjaldi um þjóðhátíðina 1874 er þekkt og er eftirmynd af þýskri vatnslitamynd. „Það er hægt að fara alveg aftur á 18.öld ef við erum að skoða íslensku fjallkonuna eða hugmyndina um að hafa táknmynd Íslands í líki konu,“ segir Ragnheiður.Fjallkonan er fyrst nefnd á prenti í ljóði Bjarna Thorarensen frá 1819, Eldgamla ísafold, en hugmyndin um konu sem tákn Íslands er eldri og eignuð Eggerti Ólafssyni. „Hún fær smám saman búning og formfasta mynd. Við þekkjum öll þessa mynd sem var dreift víða í tengslum við þjóðhátíðina 1874 þar sem hún er með útlenskan blæ,“ segir Ragnheiður. „Og er farin að taka mið af tákngervingum landa erlendis frá.“Sérkennileg hefð að láta unga konu vera tákngerving þjóðar„Það er sérkennilegt að við klæðum konu upp í búning og látum hana ávarpa þjóðina og finnst það eðlilegur fastur liður í þjóðhátíðarhaldi á Íslandi,“ segir Ragnheiður. „Mér fannst áhugavert að skoða og reyna að finna út úr því hvernig þessi hefð varð til fyrst. Þegar maður fer að hugsa um hana og rýna í hana er hún svolítið sérkennileg.“Fjallkonan fékk fyrst mál á Vestur-Íslendingadegi 1939. „Það var haldin hátíð á Þingvöllum þar sem Vestur-Íslendingum var boðið og þar kemur fjallkona og ávarpar samkomuna,“ segir Ragnheiður. „Það er ákveðið þegar lýðveldið er stofnað á Þingvöllum 17. Júní 1944 að láta vera ávarp frá fjallkonunni og ung kona sett í skautbúning og hún á að flytja ljóð sem hluti af lýðveldishátíðinni.“Sú hefð hefur haldið velli alla tíð síðan 1947 og fjallkona Reykjavíkur í ár er Ebba Katrín Finnsdóttir sem flutti ljóð Bergs Ebba Benediktssonar við morgunathöfn á Austurvelli. Fjallað er um sögu fjallkonunnar í þættinum Fjallkonan á RÚV í kvöld klukkan 22.