Forsætisráðherra Litáens fagnaði 17. júní á Íslandi
Forsætisráðherra Litáens fagnaði 17. júní á Íslandi...

Ingrida Šimonytė, forsætisráðherra Litáens, segir Litáa þakkláta íslensku þjóðinni fyrir að viðurkenna sjálfstæði ríkisins, fyrst allra ríkja, fyrir rúmum þremur áratugum. Hún var á meðal hátíðargesta á Austurvelli í morgun. Stærri ríki hafi haft efasemdir um að rétt væri að viðurkenna sjálfstæði Litáens á sínum tíma en ekki Ísland.„Þetta sýnir styrk smáríkja sem geta verið hispurslaus, látið í sér heyra og rutt brautina,“ segir Šimonytė. Þjóðhátíðardegi Íslendinga sé fagnað á hverju ári í Litáen. Þar sé sérstakur viðburður sem kallist Takk Ísland.Fréttastofa ræddi við Šimonytė í dag. Húnn vill nýta tækifærið og segja „Takk Ísland“ og segir það hafa verið mikinn heiður og ánægja að verja 17. júní á Íslandi.