Hátíðardagskrá um allt land í dag
Hátíðardagskrá um allt land í dag...

Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá verður víða um land í dag enda er því fagnað að 80 ár eru frá stofnun lýðveldisins. Veðurspá er ekki sem verst, en þó gæti orðið þungbúið yfir hátíðargestum víða sunnanland og vestan-.Í Reykjavík hefst dagskrá með hátíðarathöfn á Austurvelli klukkan 11.10. Henni verður sjónvarpað á RÚV og útvarpað á Rás 1.Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur hátíðarræðu. Svo mun Fjallkonan flytja ávarp sitt.Skrúðganga verður farin frá Skólavörðuholti niður að hátíðarsvæðinu í Hljómskálagarði. Lúðrasveit Verkalýðsins leikur undir og er öllum velkomið að taka þátt. Nánari dagskrá má finna á vef Reykjavíkurborgar.Á Akureyri verður hátíðardagskrá í Lystigarðinum kl. 13 og eftir það verður dagskrá á MA-túninu og Lystigarðinum. Sjá dagskrá hér.Á Ísafirði hefst barnaskemmtun klukkan 12 hjá hjúkrunarheimilinu Eyri. Skrúðganga fer frá Silfurtorgi upp á Eyrartún klukkan 13.15 þar sem hátíðardagskrá tekur við og stendur til kl. 16. Sjá dagskrá hér.Á Selfossi fer skrúðganga frá Selfosskirkju inn í Sigtúnsgarð þar sem hátíðardagskrá fer fram. Sjá nánar hér. https://www.arborg.is/vidburdadagatal/17.-juni-hatid-a-selfossi-2024Í Reykjanesbæ hefst dagskrá með hátíðarguðsþjónustu í Keflavíkurkirkju klukkan 12. Að henni lokinni fer skrúðganga niður í skrúðgarðinn í Keflavík þar sem hátíðardagskráin mun fara fram. Sjá nánar hér.Á Egilsstöðum fer skrúðganga frá Egilsstaðakirkju að fimleikahúsinu klukkan 11. Hátíðardagskráin verður svo í Tjarnargarðinum og hefst klukkan 13. Sjá nánar hér.Vitanlega verða hátíðarhöld víðar um landið, en dagskrár fyrir hvert byggðarlag má nálgast inni á vef sveitarfélaganna.