Mörgum spurningum ósvarað um vindorku...
Allt að 35 vindorkuver eru í skoðun á landinu og það stærsta gæti framleitt allt að 500 megavött. Orkuráðherra vill einfalda regluverk en nágrannar fyrirhugaðra vindorkuvera eru uggandi yfir umhverfisáhrifum.Tíu ver til skoðunar en tuttugu gætu bæst viðÁform um allt að 35 vindorkuver hafa verið tilkynnt á Íslandi. Það stærsta þeirra, sem risið gæti í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði fyrir austan, gæti framleitt allt að 500 MW. Til samanburðar er framleiðslugeta Kárahnjúkavirkjunar, stærstu vatnsaflsvirkjunar á Íslandi, 690 MW. Fyrirætlanir um slík orkuver eru mislangt á veg komnar. Tíu kostir eru í skoðun í fimmta áfanga rammaáætlunar en Orkustofnun hefur þegar sent hópnum að minnsta kosti fimmtán til viðbótar.Margra ára ferliÁður en virkjanaleyfi fæst fyrir vindorkuveri þarf það að komast í orkunýtingarflokk hjá Rammaáætlun. Það þarf einnig að fara í umhverfismat hjá Skipulagsstofnun og fá virkjanaleyfi hjá Orkustofnun. Skipulagsstofnun hefur borist matsáætlun um 14 vindorkuver en einungis í tilfelli Búrfellslundar Landsvirkjunar er umhverfismatsferli lokið með umhverfismatsskýrslu. Þar að auki þarf sveitarfélagið þar sem orkuverið á að rísa að fara í gegnum skipulagsferli og veita framkvæmda- og byggingarleyfi.Ráðherra vill einfalda regluverkGuðlaugur Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, hefur lagt drög að stefnu ríkisstjórnar um uppbyggingu vindorkuvera og lagt fram þingsályktunartillögu. Hún fór í gegnum fyrri umræðu á þingi og er nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd. Hann leggur áherslu á einföldun regluverks. Ef verkefni uppfylla eftirfarandi skilyrði gæti verið hægt að taka þau út úr rammaáætlun og færa ákvörðunarvaldið til sveitarfélaganna:Að virkjun sé ekki innan svæða sem njóta sérstakrar verndar eða innan marka miðhálendisAð virkjunarkosturinn sé innan svæða sem þegar hefur verið raskaðAð hljóðræn og sjónræn áhrif hans muni ekki rýra um of mikilvæga verndarhagsmuni verndaðra svæða eða svæða sem njóti sérstöðu á landsvísuAð þar sé ekki mikið um villta fugla í hættu samkvæmt válistum eða vernduðum tegundum.„Við erum komin í alvarlega stöðu þegar kemur að grænorkumálum,“ segir ráðherra. „Það verður erfitt næstu tvö árin en ef þetta tefst enn frekar þá erum að tala um miklu lengri tíma þar sem við sjáum mikil vandræði.“Kannanir sýna að Íslendingar eru jákvæðir í garð vindorku en erfitt getur reynst að velja vindorkuveri stað. Bygging þeirra krefst mikils jarðrasks og vegaframkvæmda svo ekki er fýsilegt að reisa verin í óbyggðum Íslands. Þar að auki eru umhverfisáhrifin talsverð, líffræðilegri fjölbreytni er ógnað og vindmyllur hafa neikvæð áhrif á fuglalíf. Hins vegar er heldur ekki ákjósanlegt að reisa vindorkuver nærri byggð, því þær eru stór mannvirki. Mörg verkefni á Íslandi miða að því að reisa 150 m háar myllur þar sem spaðar ná allt að 200 m hæð í hæstu stöðu. Þær hafa því áhrif á útsýni á stórum svæðum í kring. Spaðarnir eru á hreyfingu, varpa flöktandi skugga frá sér og geta gefið frá sér hávaða sem hefur áhrif á íbúa í nágrenninu.Sveitarfélög halda að sér höndumAðeins eitt sveitarfélag hefur samþykkt aðalskipulag fyrir vindorkuver. Tvö vindorkuver eru á aðalskipulagi Dalabyggðar. Önnur sveitarfélög hafa beðið eftir að ríkisstjórnin leggi skýrari línur um hversu mikil völd sveitarfélögin hafi yfir ákvörðunum og einnig hversu miklar tekjur renna beint til nærsamfélagsins. Orkuráðherra segir það stefnu ríkisstjórnarinnar að styrkja tekjustofna sveitarfélagsins hvað þetta varðar. „Við erum bara að fara sömu leið og allar þær þjóðir sem við berum okkur saman við að þar sem er orkuver, sama hvaða eðlis það er, að þá er eðlilegt að nærumhverfið fái að njóta þess betur.“Guðlaugur kallar það réttlætisleið að nærsamfélögin fái að njóta sambúðarinnar við vindorkuverin efnahagslega, „en það verða alltaf skiptar skoðanir um orkuver,“ heldur hann áfram. „Þannig hefur það alltaf verið og ég á von á því að þannig verði það áfram.“Umdeilt vindorkuver í BorgarfirðiGrjótháls liggur milli Þverárhlíðar í Borgarnesi og Norðurárdals. Vegslóðinn sem liggur upp á hálsinn sést frá Grábrók sem stendur ofan við þorpið á Bifröst. Þar hefur fyrirtækið Hrjónur í eigu Helga Hjörvars áform um að reisa vindorkuver á jörðunum Hafþórsstöðum og Sigmundarstöðum, með uppsett heildarafl um 66-100 MW.Í Þverárhlíð, sunnan megin við hálsinn hafa ungir bændur, Diðrik Vilhjálmsson og Sigríður Guðbjartsdóttir nýlega byggt sér íbúðarhús. Það stendur hátt svo fjölskyldan geti notið útsýnisins en úr stofunni má meðal annars sjá toppinn á Baulu. Vindorkuver Alviðru yrði vel sýnilegt af svölunum hjá þeim.Byggja vindorkuver fyrir útsýnið úr stofunni„Þarna er náttúrulega drottning Borgarfjarðar, allavega að okkar mati, Baulan.“ segir Diðrik. „Það er háspennulína hérna, gömul byggðalína og þetta er í raun beint hérna fyrir framan Bauluna, frá fyrsta mastri og eitthvað hérna frameftir.“ Hann segir að þegar verkefnið hafi fyrst verið kynnt hafi myllurnar átt að vera 3-4. Nú eigi þær hins vegar að vera 10-14. „Búið að stækka alveg ofboð,“ segir Diðrik.Í umsögn til Skipulagsstofnunar um fyrirhugað vindorkuver gagnrýna þau hversu mikið jarðrask verður vegna framkvæmdanna og veglagningar að myllunum. Þau benda á að svæðið er síður en svo fjarri mannabyggð. „Maður veit náttúrulega ekki alveg hvernig hljóðið berst hingað til okkar en þetta er eitthvað sem gæti haft áhrif á mann að hafa suð allan sólarhringinn, út af því að við búum hérna og störfum hérna, erum hérna allan sólarhringinn.“Segja framkvæmdirnar ekki fjarri byggðÍ Þverárhlíð er stundaður búskapur á flestum bæjum. Hinum megin við Grjóthálsinn er Bifröst, vinsæl útivistarsvæði og sumarhúsaland. Veiðifélög á svæðinu hafa einnig sent inn neikvæðar umsagnir en Norðurá er meðal þekktustu laxveiðiáa landsins. Þangað til stefna stjórnvalda skýrist magnast óánægjan meðal íbúa sem eru ósátt við orðalag um að framkvæmdirnar séu fjarri byggð.Sigríður og Diðrik taka fram að þau séu ekki á móti allri vindorku en vanda verði til verks. Þau segja að ekki eigi að koma vindmyllum fyrir svo nálægt byggð. „Það er nóg til af landi á Íslandi þar sem enginn býr. Kannski frekar að koma þeim fyrir það en að vera að angra fólk með þessu.“Í greinargerð með þingsályktunartillögunni er tekið fram að mikilvægt sé að tryggja sátt við nærsamfélagið, enda sýni reynsla frá öðum löndum að togstreita geti skapast milli dreifbýlli samfélaga og orkuvinnslu. Erlendis séu dæmi um að vindorkuver hafi ekki verið reist vegna skorts á samráði.Sterk viðbrögð í nágrenni fyrirhugaðra vindorkuveraAndrés Skúlason er verkefnastjóri hjá Landvernd og hefur fylgst með þróun vindorkumála hérlendis. Hann segir sterk viðbrögð fólks í nágrenni fyrirhugaðra vindorkuvera. „Þetta …