Mótmæla átroðningi ferðamanna á vinsælli strönd
Mótmæla átroðningi ferðamanna á vinsælli strönd...

Mótmælendur hvetja yfirvöld til að grípa til aðgerða til að fækka gestum strandarinnar. Þannig megi náttúruna og gefa íbúum einnig tækifæri til að njóta hennar, sem er þekkt fyrir fegurð og hreinan sjó. Nokkuð hefur verið um mótmæli á vinsælum ferðamannstöðum á Spáni á árinu, þar á meðal á Kanaríeyjum. Ferðamennska er aðalatvinnuvegurinn en íbúum þykir mörgum nóg um fjölda ferðamanna.Einn íbúa bæjarins Santanyi sem mætti til mótmælanna kveðst ekki vera á móti ferðamönnum og að margir hafi lifibrauð sitt af komu þeirra. „Við erum á móti iðnaðarferðamennsku, massatúrisma, sem slítur út eynni, fólkinu og húsunum og þess vegna erum við hér.“