Netanjahú leysir upp herráð Ísraels
Netanjahú leysir upp herráð Ísraels...

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, leysti upp herráð landsins í morgun. Margir höfðu búist við því að svo færi, enda sagði Benny Gantz, einn af sex meðlimum ráðsins, sig úr því í síðustu viku.Fréttastofa Reuters segir frá þessu, en í framhaldinu er búist við því að Netanjahú muni ráðfæra sig við lítinn hóp ráðherra í ríkisstjórn sinni, þar á meðal Yoav Gallant varnarmálaráðherra og Ron Dermer, sem voru báðir í herráðinu.Netanjahú stofnaði til herráðsins eftir að þjóðstjórn var komið á í kjölfar árásar Hamas á Ísrael hinn 7. október. Gantz, sem er leiðtogi stjórnarandstöðunnar og sjálfur fyrrverandi hershöfðingi, gekk til liðs við þjóðstjórnina og hefur verið í herráðinu, en sagði sig frá því vegna deilna við Netanjahú um framtíðarsýn fyrir Gaza-ströndina eftir að átökum lýkur.