Opnun Kringlunnar frestað fram á fimmtudag
Opnun Kringlunnar frestað fram á fimmtudag...

Áætlað er að Kringlan verði opnuð á fimmtudag. Hreinsunarstarf gengur vel, að sögn aðstandenda verslunarmiðstöðvarinnar. Um tíu verslanir urðu fyrir mestu tjóni, á bæði fyrstu og annarri hæð hússins.Tjón vegna reyks og vatnsÍ morgun mátti sjá hvar unnið var að hreinsun ofan af þaki Kringlunnar, þar sem eldurinn kviknaði í fyrradag. Altjón varð á um tíu verslunum eftir eldsvoðann. Lokað hefur verið fyrir þau svæði sem urðu verst úti, en miklar skemmdir urðu bæði vegna reyks og vatns sem flæddi um húsið.Tjónið er að mestu staðbundið, og verslanirnar tíu eru bæði á fyrstu og annarri hæð. Mesta tjónið er líklega í Gallerí 17, þar sem loftið er að hruni komið, en fréttastofa ræddi við verslunareigendur inni í versluninni í gær. Í dag var búið að innsigla hana, ásamt fleiri verslunum.Fresta opnun fram til fimmtudagsÞað var þung lykt inni í Kringlunni í dag, en þar var unnið hörðum höndum að loftræstingu, þrifum og öðrum framkvæmdum, svo hægt sé að opna á ný. Það verður þó ekki strax. Til stóð að verslunarmiðstöðin yrði opnuð á morgun, að minnsta kosti þær verslanir sem það gætu, en eftir fundahöld í dag hefur verið ákveðið að Kringlan verði opnuð á fimmtudaginn í staðinn.Í tilkynningu frá Kringlunni og Reitum fasteignafélagi segir að hreinsunarstarfið gangi vel, en til að tryggja að upplifun gesta verði sem best hafi verið ákveðið að fresta opnun til fimmtudags. Fólki er bent á að áfram verði hægt að versla á heimasíðu Kringlunnar, og að sendingarkostnaður falli niður meðan á lokun standi.Þá segir að höfuðáhersla sé lögð á að aðstoða verslunareigendur við að lágmarka tekjutap sitt vegna brunans og gera þeim unnt að opna verslanirnar aftur sem fyrst.„Á fimmtudag verður hægt að taka vel á móti gestum en reiknað er með að þá verði búið að ljúka hreinsun og loka fyrir framkvæmdasvæðið,“ segir að lokum í tilkynningunni.