Pútín hyllir einarðan stuðning Norður-Kóreumanna
Pútín hyllir einarðan stuðning Norður-Kóreumanna...

Rússlandsforseti hyllir stjórnvöld í Norður-Kóreu fyrir einarðan stuðning við hernaðinn í Úkraínu. Hann er væntanlegur til fundar við leiðtoga landsins í dag.Vladimír Pútín áréttaði mikilvægi samstarfs ríkjanna á flestum sviðum í grein sem ríkisfréttastofa Norður-Kóreu birti í dag. Sem dæmi nefndi hann hve sammála þau væru um málefni á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.Rússneskir miðlar segja þá Vladimír Pútín forseta og leiðtogann Kim Jong Un munu undirrita mikilvæg skjöl, meðal annars kunni að vera gagnkvæmur og öryggissamningur. Sérfræðingar segja líklegast að samkomulag ríkjanna á milli hverfist um varnar- og hernaðarsamvinnu.Þarna séu tveir sterkir leiðtogar ríkja sem búa við bágan efnahag að sýna mátt sinn og megin gegn ríkjandi skipulagi, þar sem Bandaríkin ráða för, segir Patrick Cronin, sérfræðingur í málefnum Asíu við Hudson-stofnunina.Pútín segir tilgang heimsóknar sinnar að dýpka enn og þróa gagnkvæma samvinnu og virðingu ríkjanna á milli. Sögulega sterk tengsl ríkjanna hafa aukist enn eftir að Pútín hóf innrásarstríðið í Úkraínu og Rússland hefur sífellt einangrast meira alþjóðlega.Rússar og Norður-Kóreumenn hafa þvertekið fyrir ásakanir um að þeir síðarnefndu útvegi vopn til hernaðarins. Rannsókn bandaríska varnarmálaráðuneytisins í maí á braki eldflaugar sem Rússar beittu í Úkraínu sýndi að hún er norðurkóresk.