Segir stjórnarskrármálið varpa skugga á Alþingi
Segir stjórnarskrármálið varpa skugga á Alþingi...

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir það varpa skugga á störf Alþingis að ekki sé búið að taka stjórnarskrána til gagngerrar endurskoðunar. Þrátt fyrir að íslenska þjóðin hafi verið einhuga um stofnun lýðveldisins fyrir 80 árum hafi þingheimur á sama tíma verið klofin í mörgum veigamiklum málum.”Þá var utanþingsstjórn við völd. Íslendingar væntu þess að þingheimur yrði einhuga um kjör fyrsta forsetans. Sú varð alls ekki raunin. Þannig að við getum ekki búið til þá glansmynd að einhugur hafi ríkt á Þingvöllum í einu og öllu 17. júní 1944,“ segir Guðni.Hann segir að frá lýðveldisstofnun hafi alltaf staðið til að taka stjórnarskrána til gagngerrar endurskoðunar.„Vissulega hefur það verið gert í áföngum en enn er verk að vinna þar. Við skuldum lýðveldiskynslóðinni að ljúka við það verk þannig að sómi sé af. Þangið til Alþingi tekur á sig rögg er sá skuggi yfir þinginu að hafa ekki náð að ljúka því verki,“ segir Guðni.Ítrekað kallað eftir umræðu um stjórnarskrárbreytingarGuðni hefur oft á sinni embættistíð gert stjórnarskrábreytingar að umtalsefni. Meðal annars við setningu Alþingis fyrir fjórum árum og aftur árið 2022.Við þingsetningu fyrir þremur árum hvatti hann til þess að tillögur forsætisráðherra að stjórnarskrárbreytingum yrðu teknar til efnislegrar afgreiðslu. Úr því varð hins vegar ekki og lýsti hann þá yfir miklum vonbrigðum með þá niðurstöðu.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur haldið áfram með þá vinnu við stjórnarskrárbreytingar sem hófust í tíð Katrínar Jakobsdóttur. Hann fundaði fyrr í þessum mánuði með formönnum allra flokka á þingi í þessu skyni. Bjarni hefur lagt áherslu á að sú vinna verði unninn í sem mestri sátt.