Sjáðu mörk dagsins á EM: Rúmenar lið dagsins...

Fjórða keppnisdegi Evrópumótsins í fótbolta lauk í kvöld þegar Frakkar unnu Austurríkismenn 0-1. Öll mörk dagsins má sjá hér að neðan.Christoph Baumgartner var manna sprækastur í liði Austurríkis. Hann fékk besta færi fyrri hálfleiks á 34. mínútu en Mike Maignan var vel á verði í marki Frakka. Frakkar komust yfir er Maximilian Wöber gerðist sekur um að skalla boltann í eigið net. Kylian Mbappé hafði prjónað sig í gegnum vörn Austurríkismanna og átti fyrirgjöf sem Wöber stýrði í eigið net. Markið kom á 38. mínútu leiksins.Kylian Mbappé fékk langbesta færi leiksins er hann stakk austurrísku vörnina af eftir 54. mínútu. Honum brást svo sannarlega bogalistin er hann var kominn einn gegn Pentz í markinu. Mbappé skaut boltanum langt fram hjá þegar það virtist auðveldara að leggja boltann í netið.Fátt markvert gerðist það sem eftir var leiks. Frakkar eru nú jafnir Hollendingum í fyrsta sæti D-riðils með þrjú stig. Pólland og Austurríki eru án stiga.Belgía – SlóvakíaSlóvakía vann Belgíu með einu marki engu í leik liðanna á EM karla í fótbolta 2024. Ivan Schranz kom Slóvökum yfir eftir sex mínútna leik. Markið kom eftir slaka sendingu frá Jeremy Doku. Belgar voru meira með boltann í leiknum, 58% gegn 42%, en skotin voru níu hjá Belgíu og átta hjá Slóvakíu. Slóvakar leiddu 0-1 í hálfleik.Tvö mörk voru dæmd af Romelu Lukaku með VAR myndbandstækni. Það fyrra var á 56. mínútu leiksins en þá var hann rangstæður. Seinna markið kom eftir frábæran undirbúning Loic Openda og Lukaku kláraði af stuttu færi. Boltinn fór hins vegar af hendi Openda og VAR greip aftur inn í.Fyrr í dag unnu Rúmenar liðsmenn Úkraínu með þremur mörkum gegn engu. Því eru Rúmenar í fyrsta sæti riðilsins og Slóvakar í því öðru, en Belgía og Úkraína eru í neðstu tveimur sætunum.Rúmenía – ÚkraínaRúmenía og Úkraína mættust í fyrsta leik dagsins á EM í fótbolta. Úkraína tryggði sér sæti á mótinu með sigri á Íslandi í umspilinu en varð að sætta sig við 3-0 tap í þessum fyrsta leik sínum.Rúmenar skoruðu fyrsta mark leiksins á 29. mínútu en þá misheppnaðist hreinsun Andriy Lunin úr marki Úkraínu manna. Boltinn barst í kjölfarið til fyrirliða Rúmena, Nicolae Stanciu, sem þrumaði boltanum í markið.1-0 stóð í hálfleik en Rúmenar komu sér í þægilega stöðu á fjögurra mínúta kafla í seinni hálfleiknum. Razvan Marin skoraði annað mark þeirra á 53. mínútu og á 57. mínútu var Denis Dragus svo búinn að koma stöðunni í 3-0. Það urðu lokatölur og Rúmenar sækja fyrstu þrjú stigin sín á mótinu.Frakkar mæta til leiksÁ morgun þjóðhátíðardag okkar Íslendinga mæta Frakkar til leiks á mótinu og mæta Austurríki í seinni leik D-riðils sem inniheldur einnig Holland og Pólland. Þá verður jafnframt leikin fyrsta umferð E-riðils þar sem Belgía mætir Slóvakíu og Úkraína mætir Rúmeníu.13:00 Rúmenía-Úkraína (E-riðill)16:00 Belgía-Slóvakía (E-riðill)19:00 Austurríki-Frakkland (D-riðill)