Sjálfsmark dugði Frökkum...

Frakkar unnu Austurríkismenn með einu marki gegn engu í lokaleik dagsins á EM karla í fótbolta 2024.Christoph Baumgartner var manna sprækastur í liði Austurríkis. Hann fékk besta færi fyrri hálfleiks á 34. mínútu en Mike Maignan var vel á verði í marki Frakka. Frakkar komust yfir er Maximilian Wöber gerðist sekur um að skalla boltann í eigið net. Kylian Mbappé hafði prjónað sig í gegnum vörn Austurríkismanna og átti fyrirgjöf sem Wöber stýrði í eigið net. Markið kom á 38. mínútu leiksins.Wöber fórnar höndum eftir sjálfsmarkið.EPAKylian Mbappé fékk langbesta færi leiksins er hann stakk austurrísku vörnina af eftir 54. mínútu. Honum brást svo sannarlega bogalistin er hann var kominn einn gegn Pentz í markinu. Mbappé skaut boltanum langt fram hjá þegar það virtist auðveldara að leggja boltann í netið.Fátt markvert gerðist það sem eftir var leiks. Frakkar eru nú jafnir Hollendingum í fyrsta sæti D-riðils með þrjú stig. Pólland og Austurríki eru án stiga.