Snorri Dagur ekki langt frá undanúrslitasæti
Snorri Dagur ekki langt frá undanúrslitasæti...

Fyrstu keppnisgreinum Íslendinganna á Evrópumeistaramótinu í sundi er lokið en mótið hófst í Belgrad í morgun. Snorri Dagur Einarsson var ekki langt frá því að komast í undanúrslit í 100 metra bringusundi. Snorri Dagur og Einar Margeir Ágústsson kepptu báðir í 100 metra bringusundi og urðu báðir efstir í sínum undanriðlum. Einar á 1:02,38 og Snorri á 1:01,64. Snorri endaði í 22. sæti og Einar í 31. sæti en Snorri var aðeins tveimur sætum frá sæti í undanúrslitunum. Snorri Dagur Einarsson syndir bringusund.Sundsamband ÍslandsJóhanna Elín Guðmundsdóttir synti á 57,13 sekúndum í undanrásum 100 metra skriðsundsins og varð í 29. sæti og þá endaði Símon Elías Statkevicius í 43. sæti í undanrásum 50 metra flugsundsins á 24,64 sekúndum. Jóhanna og Símon keppa í 50 metra flugsundi og 100 metra skriðsundi á morgun en þá mun Birgitta Ingólfsdóttir einnig synda í undanrásum 100 metra bringusundsins. RÚV sýnir beint frá mótinu.