Stærra öryggissvæði en áður utan um hátíðarhöld á Austurvelli...
Öryggisviðbúnaður við hátíðarathöfnina á Austurvelli í dag var meiri en áður hefur verið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var öryggissvæðið stækkað að þessu sinni vegna örygggismats fyrir daginn í dag. Þá var viðvera lögreglu mjög áberandi á svæðinu.Hátt í tvö hundruð manns voru innan öryggisgirðingarinnar á meðan athöfninni stóð, en töluvert fleiri stóðu fyrir utan.Á meðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt ræðu sína blésu nokkrir mótmælendur í flautur og gerðu hróp að honum.Lögreglan virtist hafa gert einhverjar flautur upptækar annars fóru mótmælin friðsamlega fram. …