VAR lék Belga grátt gegn Slóvökum
VAR lék Belga grátt gegn Slóvökum...

Slóvakía vann Belgíu með einu marki engu í leik liðanna á EM karla í fótbolta 2024. Ivan Schranz kom Slóvökum yfir eftir sex mínútna leik. Markið kom eftir slaka sendingu frá Jeremy Doku. Belgar voru meira með boltann í leiknum, 58% gegn 42%, en skotin voru níu hjá Belgíu og átta hjá Slóvakíu. Slóvakar leiddu 0-1 í hálfleik.Romelu Lukaku heldur um höfuð sitt í dag.EPATvö mörk voru dæmd af Romelu Lukaku með VAR myndbandstækni. Það fyrra var á 56. mínútu leiksins en þá var hann rangstæður. Seinna markið kom eftir frábæran undirbúning Loic Openda og Lukaku kláraði af stuttu færi. Boltinn fór hins vegar af hendi Openda og VAR greip aftur inn í.Fyrr í dag unnu Rúmenar liðsmenn Úkraínu með þremur mörkum gegn engu. Því eru Rúmenar í fyrsta sæti riðilsins og Slóvakar í því öðru, en Belgía og Úkraína eru í neðstu tveimur sætunum.