
13 drepin í loftárásum á flóttamannabúðir...
Að minnsta kosti þrettán manns voru drepin í loftárásum Ísraleshers á Gaza-ströndinni í dag.Ísraelsher gerði árás á fjölda skotmarka á Gaza í dag, þar á meðal Al-Nuseirat og Al-Bureij flóttamannabúðirnar, sem eru á miðri Gazaströndinni.Talsmenn hersins gengust við því að hafa gert árásir á Mið-Gaza, en sögðust hafa beint sjónum sínum að vígamönnum.Á meðan þessu stóð ruddu ísraelskir skriðdrekar sér leið innar í Rafah-borg, þar sem hundruð þúsunda Gazabúa leituðu skjóls eftir að hafa hrakist af heimilum sínum norðar á ströndinni. Eftir að aðgerðir hófust þar hafa flestir flúið annað.Að sögn heilbigðisyfirvalda á Gaza hafa rúmlega 37.400 manns verið drepin á Gaza frá því að Ísrael réðist þar inn í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas og annarra vígahópa þar sem um 1.200 Ísraelar voru drepnir.Ísraelskir miðlar segja frá því í dag að herinn þar í landi hafi búið yfir upplýsingum um yfirstandandi árás rúmlega tveimur vikum áður en Hamas lét til skarar skríða.Í skjali sem njósnadeild hersins komst yfir kemur fram að samtökin hugðust taka á bilinu 200-250 manns í gíslingu. Gaza-deild hersins virti viðvaranirnar hins vegar að vettugi og töldu hættuna ekki vera svo aðkallandi. …