Af hverju eru FH-ingar bestir utan vallar?...
Fótboltadeild FH hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína utan vallar síðustu misseri. Boðið hefur verið upp á alls kyns viðburði fyrir leiki, athyglisverð innslög á samfélagsmiðlum auk nýjunga í treyjumálum. Hvernig virka þessi mál fyrir sig? Íþróttadeild ræddi við Garðar Inga Leifsson, markaðsstjóra deildarinnar, til að skyggnast inn í lífið bak við tjöldin, utan vallar.Stöðutaflan innan vallar er nokkuð skýr og lýgur ekki. Þar er FH í fjórða sæti í Bestu deild karla og kvenna. Hins vegar er ljóst að enga stöðutöflu er að finna þegar kemur að málum utan vallarins. FH-ingar hafa lagt mikla vinnu í umgjörð leikja, samfélagsmiðla, búningamál og ýmislegt annað – en þeir eru þó langt því frá eina liðið sem er að vekja athygli. Flest liðin í efstu tveimur deildum karla og kvenna kappkosta að hafa umgjörðina sem besta.Í því samhengi má nefna leikdagsumgjörð og treyjumál Víkinga auk Aftureldingar sem hafa staðið fyrir skrautlegum uppákomum á heimaleikjum. En nú beinum við athyglinni að FH.Garðar fer um víðan völl en meðal annars koma fyrir varatreyjur í 80’s stíl, #samstarf og Kaplakriki sem þjóðarleikvangur — eða hvað?Markaðsstjóri fótboltaliðs? #samstarfÞað hefur færst í aukana að fótboltadeildir ráði til sín markaðs- og viðburðastjóra. Hvernig kom þetta til hjá FH?„Þetta kemur í raun þannig til að þegar FH var að leita að aðila til þess að vinna að frekari tekjuöflun fyrir félagið. Það var haft samband við mig og athugað hvort ég hefði áhuga á því starfi. Ég var tilbúin í það starf, enda mikill FH-ingur og hef reynslu á þessu sviði. Þegar ég kom inn hjá FH, byrjaði ég fyrst á því að heyra í fyrirtækjum í Hafnarfirði áður en ég fór svo að heyra í stærri fyrirtækjum annars staðar að.Mér fannst mikilvægt í upphafi að breyta tekjuöflunarsysteminu úr því að kallast styrkur í samstarf. Þetta er jú ekkert annað en samstarf tveggja aðila og báðir aðilar eiga að græða á því samstarfi. Þegar ég hafði komið mér inn í starfið þá fljótlega færðist ég yfir í frekari markaðsstörf samhliða og fór að taka það aðeins í gegn, sem hefur verið virkilega skemmtileg vinna.“Garðar vinnur náið með Frey Árnasyni, Ólafi Svavarssyni og Orra Frey Rúnarssyni að þessum málum.„Við erum gott teymi og ræðum mikið það sem við ætlum að gera og hvað er fram undan. Þannig já, það mætti alveg segja að ég ásamt þeim tveimur værum hugmyndasmiðir FH. Við erum í raun alltaf með eitthvað í ofninum.“Eru FH leiðtogar utan vallar?Sparkspekingurinn og fjármálastjórinn Jóhann Már Helgason telur FH vera eins konar leiðtoga þegar kemur að málefnum utan vallar.„Mér finnst FH algjörir „ring leaders“ í þessu utanvallardæmi. Einn af þeim sem vinnur mikið fyrir þá er Orri Freyr, og þeir eru nokkrir sem leggja mikið á sig fyrir þetta allt saman. Hann hefur leyft mér að fylgjast með því sem þeir eru að gera.„Svo eru þessi treyjudæmi þeirra algjör snilld, bæði bleika í fyrra og svo gula núna — allt fyrir góð málefni. Punkturinn yfir i-ið eru svo þessi myndbönd sem eru mjög fagmannleg. Ekki einungis FH-ingar hafa gaman af þeim, heldur allir aðrir líka. Þeir hafa hækkað standardinn og hin liðin (Valur, Víkingur og Vestri sem dæmi) hafa öll komið með flott samfélagsmiðlaefni í kjölfarið.“Auglýsingaherferð fyrir varatreyjuFH-ingar hafa spennt bogann hátt á ýmsum flötum. Þegar ný varatreyja var kynnt var blásið í herlúðra og henni fylgdi auglýsingaherferð. Garðar segir það verkefni standa upp úr en sala á treyjunum gekk vonum framar.„Ég verð eiginlega að segja nýjasta treyjan, sú gula. Það er eiginlega galið hvað sú herferð hefur gengið vel. Fyrsta upplag af treyjunni varð uppselt á 48 tímum, 500 treyjur. Mig langaði alltaf að fara í einhverja svona alvöru proper-herferð, bara eins og ég væri að auglýsa megaviku Dominos, fara með auglýsingu í sjónvarp, vefmiðla og útvarp.“„Ég tók samtalið við Guðjón Elmar hjá Kviku og Auður en þau voru tilbúin að gera þetta að veruleika með okkur. Gott #samstarf.“FH hefur haldið ýmsa viðburði síðustu árin. Til að mynda má nefna heimkomu Heimis Guðjónssonar auk þess sem besta lið FH í sögunni var valið og kynnt fyrir leik. En endurreisnarkvöldið, eins og Garðar nefnir það, stendur upp úr.EndurreisnarkvöldiðTímabilið 2022 var FH erfitt innan vallar en þá þéttu félagsmenn raðirnar.„Varðandi viðburð, þá væri það sennilega endurreisnarkvöldið sem við héldum í lok ágúst 2022 þegar gengið var dapurt og við í bullandi fallbaráttu. Þar mætti hellingur af FH-ingum sem voru ekki sama um gengið og vildu saman snúa dæminu við. Stuttu seinna mættu 1300 manns kl. 15:15 á mánudegi til þess að sjá okkur vinna Leikni í fallslag.Eins verð ég líka að nefna Þorrablót FH sem ég kom aftur á laggirnar eftir margra ára fjarveru. Við erum búin að halda Þorrablót FH núna tvö ár í röð og fer það ört stækkandi, það verður uppselt 1. febrúar 2025 á Þorrablót FH.“„Það sást fyrir tveimur árum þegar FH voru hreinlega að falla hversu vel var haldið utan um liðið utan vallar. Það var alltaf eitthvað mega pepp fyrir hvern leik, pepp video og svo var hörku mæting á völlinn í kjölfarið“ — Jóhann Már Helgason.Treyja eftir treyju — tóku beygjuna yfir í götufatnaðFH hefur leikið sér með varatreyjur sínar undanfarið. Þær hafa ýmist verið alsvartar, bleikar eða gular. Þá hafa fjárhæðir safnast saman til góðra málefna. Garðar vinnur náið með yfirmanni fótbolta hjá liðinu, Davíð Þór Viðarssyni.„Við vildum reyna að gera þetta meira götulegra (streetwear), vildum ná hinum almenna FH-ing í að kaupa treyju alveg eins og stuðningsmenn kaupa treyjur hjá liðinu sínu í enska boltanum og jafnvel klæðast dag frá degi. Svarta treyjan var svolítið hugsuð sem sú treyja. Við höfðum verið með bláan varabúning síðustu ár en vildum breyta því og lendingin varð þessi „all black“ búningur sem kom rosalega vel út og seldist mjög vel.“Liðið þarf í raun að framleiða þriðja búning fyrir útileik gegn KR í Vesturbæ. Garðar segir þá því hafa nýtt tækifærið til að gera eitthvað „funky“ og allt öðruvísi.„Við ákváðum bleika litinn snemma og að það yrði góðgerðartreyja. Ég og Ólafur Þór grafískur hönnuður fórum í að skoða hvort við gætum ekki gert eitthvað aðeins meira fyrir þessa …