Boston meistari í 18. sinn
Boston meistari í 18. sinn...

Boston Celtics sigruðu Dallas Mavericks í nótt með 106 stigum gegn 88 og eru meistarar í bandaríska körfuboltanum. Boston sigraði Dallas í fimm leikjum, vann fyrstu þrjá leikina, tapaði þeim fjórða, en sigraði örugglega í þeim fimmta. Þetta er 18. titill Boston og hefur ekkert lið í NBA unnið fleiri titla.