Boston tryggði sér 18. NBA meistaratitilinn...
Boston Celtics tryggði sér í nótt átjánda NBA-meistaratitil sinn með 106 : 88 sigri á Dallas Mavericks. Boston Celtics hafði betur í einvígi liðanna 4:1 eftir niðurlægjandi 38 stiga tap á föstudaginn.Jason Tatum í harðri glímu við Kyrie Irving, Dereck Lively og Tim Hardaway.EPA-EFE/AMANDA SABGASóknarmaðurinn Jayson Tatum fór mikinn í leik Boston Celtics og skoraði 31 stig. Luka Doncic skoraði 28 stig fyrir Mavericks en fór á kostum í fjórða leiknum líkt og Kyrie Irving.Honum tókst þó aðeins að skora fimmtán stig í leik næturinnar undir háðsglósum áhangenda Celtics sem hafa varla fyrirgefið honum brotthvarfið fyrir fimm árum. Ekkert lið hefur unnið titilinn jafnoft og Celtics, en Minneapolis og Los Angeles Lakers hafa sigrað 17 sinnum. Rétt sextán eru frá síðasta titli Celtics en þá sigraði Lakers í úrslitum. …