Dæmdur til fangavistar vegna sprengjuhótunar í Bergen
Dæmdur til fangavistar vegna sprengjuhótunar í Bergen...

Norskur lögreglubíll.NTB SCANPIX / EPA-EFENorskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til 35 daga fangavistar fyrir sprengjuhótun og fleiri brot.Héraðsdómur í Hörðalandi felldi dóminn yfir manninum en hann er sagður hafa komist í mikið uppnám eftir að lögregla í Bergen gerði farsíma hans upptækan, fyrir tveimur árum. Hann hringdi þá í neyðarsíma lögreglu og sagði sér ekki verða skotaskuld úr því að búa til sprengju sem hann gæti notað til að granda lögreglustöðinni.