Færeyjar, Noregur og Bretland ná samkomulagi um makrílveiðar
Færeyjar, Noregur og Bretland ná samkomulagi um makrílveiðar...

Færeyjar, Noregur og Bretland hafa komist að þríhliða samkomulagi um makrílveiðar á þessu ári. Samkvæmt samningnum fá Færeyjar 13,35% af heildarmakrílkvótanum, Noregur 31% og Bretland 27,48%.Heildarmakrílkvóti fyrir árið 2024 var ákvarðaður af þeim ríkjum sem eiga lögsögu í Norðaustur-Atlantshafi; Evrópusambandinu, Íslandi og Grænlandi auk ríkjanna þriggja sem nú hafa náð samkomulagi, og hljóðar hann upp á 739,386 tonn. Enginn heildarsamningur hefur þó náðst um hvernig á að skipta kvótanum á milli ríkjanna frekar en fyrri ár.Samningur Færeyinga, Norðmanna og Breta, sem nær yfir rúmlega 72% heildarkvótans, gildir út árið 2026 með möguleika á framlengingu, komist aðildarríkin ekki að heildarsamningi.Ísland hefur á undanförnum árum ákveðið sinn kvóta sjálft og hafa hin aðildarríkin gert slíkt hið sama, sem hefur valdið því að makríll hefur verið veiddur talsvert umfram þann heildarkvóta sem samið hefur verið um.Samkvæmt Kringvarpinu í Færeyjum minnkar hlutur Færeyja síðan í samningnum frá 2014, sem Ísland var heldur ekki hluti af, úr 12,5% í 12%. Á móti kemur að Færeyjar fá að veiða aukinn hluta makrílkvótans í breskri og og norskri lögsögu, eða 35% og 40%, og segir sjávarútvegsráðherra Færeyja, Dennis Holm, að samningurinn nú sé jafnmikils virði og samningurinn 2014 fyrir vikið.