Fantasíur og ranghugmyndir unglinga
Fantasíur og ranghugmyndir unglinga...

Tvíeykið CYBER hefur verið starfandi frá 2016. Leikgleði hefur ráðið stefnu sveitarinnar frá upphafi. Samstarfið hófst á unglingsárunum í kvenkyns/kynsegin rappsveitinni Reykjavíkurdætrum.Þau segja nýja lagið, dEluSioN, vera hið fullkomna ástarbréf frá tveimur skálduðum unglingum sem eru vonlaust hugfangnir af rokkstjörnu sem mun aldrei svara hollustueið þeirra. Nánar er vísað í unglingsár CYBER í trommutakti lagsins sem er samplaður úr tölvuleiknum Klonoa sem Salka Valsdóttir spilaði óhóflega sem táningur.„Lagið er óður til unglingsáranna, óendurgoldinnar ástar, þráhyggjunnar og til allra þeirra sem vita hvað AO3 er” segir Joe.Joe sagði frá laginu í Popplandi á Rás 2. Þú getur hlustað í spilaranum hér fyrir ofan.