Fjöldi brota ekki hár miðað við leyfafjölda...
Daníel O. Einarsson, formaður Frama – félags leigubílstjóra, segir þann fjölda kæra sem tugir leigubílstjóra eiga yfir höfði sér eftir eftirlit lögreglunnar, ekki háan. Leyfi til leigubílaaksturs séu yfir 900 talsins og aðeins 105 hafi verið skoðaðir í eftirlitinu í þetta sinn. …