Framfarir orðið í mansalsmálum eftir aðgerðir gegn Quang Lé
Framfarir orðið í mansalsmálum eftir aðgerðir gegn Quang Lé...

Meint fórnarlömb Quangs Lés fengu öll aðra vinnu og ekkert þeirra var sent úr landi. Þau höfðu til 1. júní til að útvega sér aðra vinnu áður en þau færu á umþóttunarleyfi.Þegar lögregla réðst í aðgerðir gegn viðskiptaveldi Quangs Lés 5. mars var mikil óvissa um hvernig meintir þolendur í málinu myndu bregðast við. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra Bjarkarhlíðar segir að aðgerðir lögreglu hafi farið fram úr björtustu vonum viðbragðsaðila.Fjöldi ábendinga hafði borist lögreglu og stéttarfélögunum um árabil um bágar aðstæður starfsfólks hans. Fjölmargar stofnanir komu að aðgerðrum lögreglunnar, þar á meðal ASÍ, Vinnumálastofnun, stéttarfélögin, velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Bjarkarhlíð.„Strax á aðgerðardegi þá vissum við ekki hvort að einhver þolandi kæmi í hús. En á aðgerðardegi komu held ég 38 einstaklingar,“ segir Jenný.Bjart yfir fólkinuSíðustu þrjá mánuði hafa verið haldnir fundir vikulega með þolendum hjá ASÍ og þeir meðal annars aðstoðaðir við að sækja um vinnu og útvega sér húsnæði. Stéttarfélögin og ASÍ fylgdust vel með því hverjir voru að bjóða fólkinu til að þau lentu ekki í svipuðum aðstæðuma aftur.Fyrir viku síðan var síðasti fundurinn haldinn þar sem allir voru komnir með vinnu og ljóst að enginn var á leið úr landi.„Það er mjög gleðilegt að segja frá því að á þessum fundi sem var núna á þriðjudaginn fyrir viku, sem var svona kveðjufundur með þei, mættu um 20 einstkalingar – margir komust ekki frá vegna vinnu en sendu kveðju. En það voru allir komnir með vinnu og það var bjart yfir þeim. Þau voru vongóð um framtíðina og spennt fyrir komandi tímum.“Jenný segir að málið hafi kennt viðbraðgsaðilum í mansalsmálum gríðalega mikið og einnig leitt enn frekar í ljós að mansal er að finna víða í samfélaginu.Á síðasta starfsári komu um 80 mál á borð mansalsteymis Bjarkarhlíðar. Öll málin tengdust annað hvort vinnumansali eða vændismansali – meirihlutinn vinnumansali og flest þeirra voru tengd sama atvinnurekandnum – Quang Lé . Þolendur mansalsins eru í miklum meirihluta karlmenn.Í fyrsta sinn starfmaður í fullu starfi við að sinna mansalsmálumJenný hefur sjálf verið fulltrúi Bjarkarhlíðar í mansalsmálum hingað til ásamt öllum öðrum verkefnum innan miðstöðvarinnar sem hún sinnir. Á næstu mánuðum verður breyting þar á því búið er aðtryggja fjármagn fyrir stöðu sérfræðings í mansalsmálum í fyrsta sinn á Íslandi.„Síðustu þrju ár þá hefur Bjarkarhlíð verið með þetta samhæfingar hlutverk og alltaf timabundið frá ári til árs. Nú hafa ráðuneytin tekið ákvöðrun um að ráða manneskju í mansalsmál. Ráðgjafinn verður hér í Bjarkarhlið og er ráðinn til tveggja ára.“Quang Lé strax haft samband við þolendurQuang Lé var látinn laus úr gæsluvarðhaldi síðasta föstudag. Hann hafði þá setið inni í 15 vikur. Hann var ásant kærustu sinni og bróðir úrskurðaður í 12 vikna gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna.Fréttastofa barst ábending í dag um að Quang Lé hafi mætti á nokkra staði þar sem fyrrum starfsfólk hans er að vinna. Hann sást meðal annars á veit­ingastað í miðbæn­um um liðna helgi þar sem hann heilsaði upp á fyrr­um starfs­menn sína.  Hann hafi ekki verið að ógna þeim en að láta vita af sér.Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur hjá vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ, segir að þau líti málið alvarlegum augum en að þetta komi ekki á óvart.„Við vorum búin að undirbúa fólkið fyrir þetta og við lítum þetta alvarlegum augum. Viðbraðgsaðilar eru í samskiptum sín á milli hvernig er best að halda utan um fólkið í þessum aðstæðum. Það er þannig séð dæmi­gert í man­sals­mál­um að ger­and­inn reyn­ir að ná aft­ur tök­um á þoland­an­um.“Lögregla er einnig meðvituð um stöðuna og fylgist með.