Franski þjóðsöngurinn „eins ofbeldisfullt og það verður“...
„Ég horfi alltaf á þjóðsönginn áður en leikurinn hefst til að sjá í hvernig holningu liðsmenn eru,“ segir Bergur Ebbi sem heldur mikið upp á Skotland en nefnir líka Tyrkland. „Þeir eru með rosalegan þjóðsöng. Þegar þú heyrir tyrkneska þjóðsönginn þá líður þér eins og þeir ætli sér ekki bara að vinna leikinn, þá langar til að láta andstæðinginn líða eins og hann eigi að sjá eftir því að hafa mætt.“Um franska þjóðsönginn segir Bergur Ebbi hann vilji nánast ekki vita um hvað hann fjallar. „Þetta er alveg svakalegt. Það er verið að tala um að þeir ætla að ná blóði óvinarins, sem er óheilagt. Þeir vilja einmitt vökva akra sína með blóði óvinarins því þá vantar eitthvað svona áveitukerfi. Svo er verið að tala um að skera fólk á háls og fleira. Þetta er eins ofbeldisfullt og það verður.“ …