Heilu stórfjölskyldurnar hafa nánast þurrkast út á Gaza
Heilu stórfjölskyldurnar hafa nánast þurrkast út á Gaza...

Nokkrar kynslóðir fjölskyldna á Gaza hafa þurrkast út í þungum árásum Ísraelshers. Ný rannsókn AP-fréttaveitunnar í samvinnu við hernaðarsérfræðinga og lögfræðinga leiðir í ljós að fyrstu þrjá mánuði stríðsins hafi tugir eða hundruð manna í palestínskum stórfjölskyldum verið drepin.Sérstaklega var rætt við fólk sem hafði misst 60 eða fleiri ættingja. Karlar, konur, börn, ungt fólk, miðaldra og roskið fólk, stundum allt að fjórar kynslóðir hafa týnt lífi í árásum Ísraela. Jafnvel tugir í einni og sömu atlögunni, sem oft eru gerðar án viðvörunar.Rannsóknin sýnir að í sumum fjölskyldum er næstum enginn eftir á lífi, til að greina frá hve mörg hafi verið drepin.Rannsakendur greindu gögn frá heilbrigðisráðuneytinu á Gaza, dánartilkynningar á netinu, upplýsingar á samfélagsmiðlum, vitnisburð eftirlifenda og gögn frá Airwars sem heldur utan um tölfræði yfir látna.Oft er þrautin þyngri að safna gögnum enda rafmagn af skornum skammti. Næstum allir 2,3 milljóna íbúar Gaza eru á vergangi, fjölskyldur eru sundraðar og nær útilokað að hafa samskipti.Ættingjar sem skrásett hafa dauðsföllin segjast aldrei hafa séð annað eins og sérfræðingar eftirlitsstofnana segja nánast útilokað að halda utan um fjöldann. Heilu fjölskyldurnar eru jarðsettar í ómerktum fjöldagröfum, við sjúkrahús og við rústir heimila sinna.Saksóknari við Alþjóðasakamáladómstólinn hefur farið fram á handtökutilskipun gegn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels og varnarmálaráðherranum Yoav Gallant fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.Saksóknarinn krefst einnig handtöku Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas á Gaza, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, foringja vopnaðs arms Hamas, og Ismail Haniyeh, leiðtoga stjórnmálaarms Hama.Það er vegna margvíslegra glæpa sem framdir voru við hryðjuverkaárásina 7. október. Þar á meðal eru morð, gíslataka, nauðganir og kynferðisofbeldi í varðhaldi. Dráp á palestínskum fjölskyldum þvert á kynslóðir er meðal raka í máli Suður-Afríku fyrir Alþjóðadómstólnum þar sem Ísraelar eru sakaðir um þjóðarmorð.