Heitt í kolunum í jafntefli Vals og Víkings...
Ellefta umferð Bestu deildar karla í fótbolta hófst í kvöld með fimm leikjum. Í stórleik umferðarinnar gerðu Valur og Víkingur dramatískt 2-2 jafntefli. Hlíðarendi var smekkfullur af áhorfendum sem sáu Valdimar Þór Ingimundarson koma Víkingi yfir á 35. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik eftir fjörugan fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði fyrir Valsmenn úr umdeildri vítaspyrnu á 54. mínútu en fjórum mínútum síðar bætti Valdimar sínu öðru marki við og kom Víkingi yfir 1-2. Það stefndi í sigur Víkings en á annarri mínútu uppbótartíma fengu Valsmenn aðra umdeilda vítaspyrnu sem Gylfi skoraði úr og tryggði Val jafnteflið, 2-2. Rétt eins og eftir fyrri vítaspyrnudóminn sauð upp úr og lyfti dómarinn Ívar Orri Kristjánsson gula spjaldinu nokkrum sinnum.Víkingur trónir á toppnum með 26 stig, fjórum stigum á undan Val og Breiðabliki en Kópavogsliðið á leik til góða gegn KA á morgun.Mummi LúFylkir úr botnsætinuFyrr í kvöld komst Fylkir úr botnsæti deildarinnar með 3-2 sigri á Vestra. Ófarir KR-inga héldu áfram er þeir töpuðu yrir ÍA á Akranesi, 2-1. KR hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu átta leikjum og er í áttunda sæti en Skagamenn komust upp í fjórða sæti.Fram er að gefa eftir og tapaði fyrir HK 1-2 og þá vann Stjarnan 4-2 sigur á FH eftir skrautlegan uppbótartíma þar sem skoruð voru þrjú mörk. Stjarnan var 2-1 yfir þegar komið var fram á 94. mínútu en þá komust heimamenn í 3-1 áður en FH minnkaði í 3-2 og Stjarnan jók forystuna í 4-2.Staðan í Bestu deild karla …