Hraunkæling hafin...
Hraunkæling hefur verið hafin til þess að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir varnargarð við Sýlingarfell.Þegar hraun byrjaði að vella yfir garðinn mætti fjöldi vinnuvéla á staðinn til að hemja hraunið en síðdegis var ákveðið að beita kælingu og er það í fyrsta skipti síðan í Vestmannaeyjagosinu sem þeirri aðferð er beitt.Í dag unnu viðbragðsaðilar síðan að því að leggja vatnslögn úr nærliggjandi vatni í átt að hrauninu. Alma Ómarsdóttir fréttamaður er á svæðinu en hún segir að sprautað verði í alla nótt. …