Lægð nálgast úr vestri
Lægð nálgast úr vestri...

Lægð nálgast landið úr vestri eftir hægviðri gærdagsins. Henni fylgir suðlæg átt, 3-10 metrar á sekúndu.Upp úr hádegi byrjar að rigna suðvestanlands. Er líður á daginn færist úrkomusvæðið norðaustur yfir landið.Hiti sjö til 13 stig.Á morgun færist lægðin austur með suðurströndinni, því snýst í norðlæga átt. Bætir í úrkomu. Annað kvöld yfirgefur lægðin okkur, þá dregur úr vindi og vætu.Hiti frá fimm stigum norðantil og upp að 13 stigum syðra.Upp úr hádegi byrjar að rigna suðvestanlands. Er líður á daginn færist úrkomusvæðið norðaustur yfir landið.RÚV / Ragnar Visage