Leikarinn Ian McKellen féll fram af sviði og slasaðist...
Breski leikarinn Sir Ian McKellen liggur á sjúkrahúsi í Lundúnum eftir að hann féll fram af sviði í miðri sýningu á verkinu Players Kings í Noël Coward-leikhúsinu. Enn er ekki vitað hve alvarlega áverka leikarinn hlaut við fallið. Ekki er vitað hve illa Ian McKellen slasaðist við að falla fram af sviði.EPA/TIM BRAKEMEIERVerkið byggir á fyrstu tveimur þáttunum úr leikriti Shakespeares um Hinrik IV. McKellen, sem er 85 ára, leikur hlutverk Johns Falstaff og féll fram af sviðinu meðan á bardagaatriði stóð. Hann rak upp hátt óp, starfsfólk leikhússins þusti honum til aðstoðar og áhorfendur voru beðnir um að yfirgefa leikhúsið. McKellen á langan leiklistarferil að baki og hefur iðulega túlkað persónur Shakespeares. Hann leikur Hamlet Danaprins í nýrri kvikmynd Sean Mathias, hann er þekktur sem Gandálfur í Hringadróttinssögu, Hobbitanum og Magneto í X-Men. …