Minnst átta handtekin í mótmælum við híbýli Netanjahús
Minnst átta handtekin í mótmælum við híbýli Netanjahús...

Að minnsta kosti átta voru handtekin í Jerúsalem þegar lögreglu og mótmælendum laust saman á andófsfundi gegn ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú.Að minnsta kosti átta voru handtekin við mótmælin.EPA-EFE/ABIR SULTANÍsraelski miðillinn Haaretz greinir frá þessu. Mótmælendur kröfðust vopnahlés, samkomulags við Hamas um frelsun gísla og kosninga eftir að forsætisráðherrann leysti upp stríðsráðuneytið. Jafnframt krafðist andófsfólkið ógildingar nýrra laga sem skylda hreintrúaða gyðinga til hermennsku.Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman við húsakynni þingsins í Knesset en gengu þaðan í átt að heimili Netanjahús. Átök brutust út þegar nokkur fjöldi reyndi að komast yfir varnargarð lögreglu við bústað forsætisráðherrans. Hið minnsta þrír slösuðust í átökum mótmælenda og lögreglu.