Netanjahú býður ættingjum látinna gísla heim...
Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur boðið fjölskyldum þeirra gísla sem drepnir hafa verið á Gaza á heimili sitt; einum hópi á fimmtudag og öðrum á sunnudag. AFP hefur þetta eftir nokkrum fjölskyldum. Talsmaður ísraelskra stjórnvalda neitaði að tjá sig um heimboðið á daglegum blaðamannafundi fyrr í dag.116 enn í haldi Hamas251 var tekinn í gíslingu í árás Hamas hreyfingarinnar í sunnanverðu Ísrael 7. október. 116 eru enn í haldi Hamas, þar af 41 sem ísraelski herinn segir hafa verið drepinn. 19 lík hafa verið sótt á Gaza og yfir hundrað gíslar voru látnir lausir í nóvember í vikulöngu vopnahléi sem þá náðist fram.AFP ræðir við Sharon Sharabi en tveir bræður hans vrou teknir í gíslingu í árás Hamas á samyrkjubúið Beeri. Annar þeirra lét lífið og Hamas heldur líki hans á Gaza. Sharabi segist ætla að þiggja heimboð forsætisráðherrans. Ættingi annars manns sem lést í haldi Hamas segist hinsvegar ekki ætla að fara til ráðherrans. Netanjahú hafi munað full seint eftir því að bjóða ættingjum látinna gísla heim.Netanjahú harðlega gagnrýndurGagnrýni á Netanjahú hefur farið sífellt harðnandi og þykir hann ekki hafa tekið nógu vel á málum. Vikulega eru mótmæli þar sem þess er krafist að samið verði við Hamas um lausn gíslanna.Þá hafa ættingjar látinna gísla gagnrýnt hann fyrir að sýna þeim litla hluttekningu. Hann hafi hins vegar stokkið til og hitt fólkið sem ísraelski herinn frelsaði úr gíslingu fyrr í mánuðinum, fagnaði heimkomu þeirra og óskaði öryggissveitum til hamingju með árangurinn.Bandaríkjaforseti lagði fram tillögu að vopnahléi í lok maí sem vonast er til að verði til þess að binda enda á átökin á Gaza sem staðið hafa yfir í meira en átta mánuði.AFP hefur eftir ísraelskum embættismanni að tugir manna sem enn eru í haldi Hamas séu sannarlega á lífi.Stríðið milli Ísrael og Hamas braust út eftir árás Hamas 7. október sem kostaði 1.194 lífið, samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum í Ísrael. Meirihluti þeirra voru almennir borgarar. Að sögn heilbrigðisyfirvalda undir stjórn Hamas hafa minnst 37.372 látið lífið í árásum ísraelska hersins á Gaza síðan í október. …