Norðurkóreskir hermenn hraktir frá landamærum Suður-Kóreu...
Tugir norðurkóreskra hermanna fóru örstutt yfir víggirt landamærin að Suður-Kóreu í nótt en hörfuðu þegar þarlendir hermenn hleyptu af viðvörunarskotum. Suðurkóreskir hermenn standa vörð á hlutlausu svæði milli Kóreuríkjanna.EPA-EFE / JEON HEON-KYUNÁ sama tíma særðust nokkrir norðurkóreskir hermenn þegar jarðsprengja sprakk þar sem þeir voru að störfum við landamærin. Þau eru í raun eitt jarðsprengjubelti. Suðurkóreska fréttastofan Yonhap greinir frá hvoru tveggja og vitnar til herforingjaráðs landsins. Spenna hefur vaxið mjög upp á síðkastið milli Kóreuríkjanna tveggja sem tæknilega eru enn í stríði. Vopnahlé hefur verið í gildi frá því um mitt ár 1953. …