Notuðu hrákagrímu við handtöku á þjóðhátíðardaginn
Notuðu hrákagrímu við handtöku á þjóðhátíðardaginn...

Myndskeið af handtöku manns á þjóðhátíðardaginn í gær hefur vakið misjöfn viðbrögð á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og í morgun, ekki síst vegna hvíts poka sem settur var á höfuð mannsins.Fimm lögreglumenn sjást þar halda manninum, áður en pokinn er færður yfir höfuð hans.Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn hafi verið handtekinn vegna ölvunar á almannafæri.„Það sem sést á höfði og yfir andliti hins handtekna er hrákagríma en henni er ætlað að auka öryggi lögreglumanna á vettvangi þar sem aðilar reyna að hrækja munnvatni á lögreglumenn,“ segir í skriflegu svari hans við fyrirspurn fréttastofu.