Opnun ræðisskrifstofu sögulegt og táknrænt skref
Opnun ræðisskrifstofu sögulegt og táknrænt skref...

„Það að opna kjörræðisskrifstofu í Reykjavík er auðvitað sögulegt og táknrænt skref í samskiptum ríkjanna okkar,“ segir Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi. Hún hefur aðsetur í Helsinki en er stödd hér á landi.Aðalsteinn Jóhannsson, eigandi fjárfestingafyrirtækisins Bull Hill Capital, verður kjörræðismaður. Eftir allsherjarinnrás Rússlandshers 2022 hefur hann unnið að ýmsum verkefnum til að styðja Úkraínumenn á Íslandi. „Í gegnum þá vinnu kynntumst við sendiherranum sem bað mig svo um að taka þetta að mér,“ segir hann. Helstu verkefnin á ræðisskrifstofunni verða að styðja við Úkraínumenn á Íslandi, skapa menningartengsl og afla viðskiptatækifæra hér á landi fyrir úkraínsk fyrirtæki og í Úkraínu fyrir íslensk fyrirtæki.Ræðisskrifstofan verður formlega opnuð á næstunni.