Pútín í sína fyrstu heimsókn til N-Kóreu síðan 2000...
Vladimír Pútín Rússlandsforseti er á leið í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag, þá fyrstu í tæpan aldarfjórðung.Líklega verður innrás Rússa í Úkraínu efst á baugi í viðræðum hans og Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, sem talinn er hafa selt Pútín vopn sem notuð eru á vígvellinum í austurhéruðum Úkraínu.Faðir leiðtogans, Kim Il Sung, tók á móti Pútín í Pyongyang árið 2000, þegar hann hafði nýtekið við völdum í Rússlandi.Pútín og Kim hafa reglulega hist í gegnum tíðina. Síðast hittust þeir í Rússlandi í september.Lítið er vitað um heimsóknina. Rússneskir blaðaljósmyndarar hafa birt slæðing af myndum frá Norður-Kóreu, sem sýna götur Pyongyang skreyttar Pútín til heiðurs. Myndum af forsetanum prýða stór skilti sem hengd hafa verið á áberandi stöðum.Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Pútín og sendinefnd rússneskra varnar- og öryggismálaráðherra lendi í Pyongyang í kvöld að staðartíma. Á morgun verði Pútín boðinn formlega velkominn með athöfn áður en leiðtogarnir tveir setjast á rökstóla.Heimsóknin stendur í tvo daga og er Pútín og sendinefnd hans meðal annars boðið í gala-kvöldverð og ferð um einu rétttrúnaðarkirkju Norður-Kóreu.Pútín heldur ferð sinni svo áfram um Asíu og heimsækir Víetnam, þar sem hann er jafnan í miklum metum.Rússar vilja vopn og Kóreumenn utanríkisviðskiptiHeimurinn hefur breyst frá því sem hann var árið 2000 þegar Pútín kom síðast til Pyongyang. Og það er að mörgu leyti Pútín sjálfum að þakka – eða kenna, eftir því hvernig á það er litið.Rússland er talsvert einangraðra ríki en það var og ekki jafnstór leikandi efnahagslega og áður. Hingað til hefur Rússlandsforseti kannski ekki haft ýkja mikið að sækja til Norður-Kóreu, nema kannski táknrænan stuðning og almennt vinarþel, en þetta hefur þó breyst eins og svo margt annað.Stríð Vladimírs Pútín í Úkraínu er dýrt og mannfrekt. Hann þarf bæði á vopnum að halda, sem talið er að hann kaupi frá kollega sínum í Pyongyang, og svo þarf hann mannafla til þess að snúa hjólum atvinnulífsins heima fyrir.Aftur á móti þurfa stjórnvöld í Norður-Kóreu, lokaðasta ríki heims, sárlega á utanríkisviðskiptum að halda. Greinendur telja því að mögulega sendi Kim norðurkóreska verkamenn til starfa í Rússlandi. …