Samfylkingin og Viðreisn hyggjast styðja vantrauststillögu Miðflokksins
Samfylkingin og Viðreisn hyggjast styðja vantrauststillögu Miðflokksins...

Þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar hyggjast styðja vantrauststillögu þingflokks Miðflokksins á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vegna vinnubragða hennar við veitingu leyfis til hvalveiða. Þetta staðfestir Hanna Katrín Friðriksson formaður þingflokks Viðreisnar. Tillagan verður tekin fyrir í þinginu á morgun.Bjarkey  tilkynnti á þriðjudag að hvalveiðar yrðu leyfðar á yfirstandandi tímabili og gaf leyfi til veiða á 128 langreyðum, en veiðileyfi Hvals hf rann út um áramótin. Venjan síðustu ár hefur verið að veiðiheimild á langreyðum sé gefin út til fimm ára í senn. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir söguna hafa verið í gangi síðan Svandís Svavarsdóttir tók sína ákvörðun fyrir rúmu ári síðan.„Og hefur verið áframhaldandi ólögmæti sem hefur verið viðhaft í garð þessarar starfsemi sem þarna er stunduð,“ segir Bergþór.„Bjarkey tekur við boltanum þegar ríkisstjórnin er skrúfuð saman aftur og ber ábyrgð á þessu áframhaldandi ólögmæti sem kemur fram í ákvörðunum hennar og virðast vera býsna illa rökstuddar og grundaðar.“Ekki hlutverk Samfylkingarinnar að verja ríkisstjórnina vantraustiKristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki hlutverk flokksins að verja ríkisstjórnina vantrausti. Þingmenn flokksins muni kjósa með vantraustinu. Bergþór segist búast við að þingmenn fleiri flokka taki undir tillöguna og lýsi vantrausti á matvælaráðherra.En það er auðvitað þekkt að stjórnarþingmenn eiga það til að vera múlbundnir þegar svona tillaga kemur til atkvæðagreiðslu.Bergþór segist búast við að þingmenn fleiri flokka taki undir tillöguna og lýsi vantrausti á matvælaráðherra.„En það er auðvitað þekkt að stjórnarþingmenn eiga það til að vera múlbundnir þegar svona tillaga kemur til atkvæðagreiðslu. En það verður býsna erfitt fyrir suma að rökstyðja það að verja stjórnsýslu matvælaráðherra í þessu máli gagnvart sínum kjósendum og kjördæmi.Það hefur sennilega enginn ráðherra í sögunni nýtt tíma sinn betur til að ganga á svig við lög en núverandi matvælaráðherra.Það verður bara áhugavert að sjá hvernig þetta fer á morgun, viðbrögðin eru býsna mikil.“