Samkynja hjónabönd lögleidd í Taílandi...
Taíland varð í dag fyrsta ríkið í Suðaustur-Asíu til að samþykkja samkynja hjónabönd. Öldungadeild taílenska þingsins samþykkti frumvarp þess efnis með 130 atkvæðum gegn fjórum. Átján sátu hjá. Samkynja hjónabönd eru aðeins heimil í tveimur Asíuríkjum, Taívan og Nepal.Mikill stuðningur er við lagabreytinguna meðal almennings en Taíland hefur jafnan haft orð á sér fyrir frjálslynd viðhorf í garð hinsegin fólks. Lögin taka þó ekki gildi fyrr en 120 dögum eftir að konungur landsins hefur undirritað þau.AP / Sakchai Lalit …