
Segir Umhverfisstofnun hafa verið vængstýfða...
Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi umhverfisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson, í óundirbúnum fyrirspurnum í dag fyrir að hafa leyft formanni Sjálfstæðisflokksins að vængstýfa eftirlit Umhverfisstofnunar í málefni Running Tide.Ekki varp í hafið, heldur rannsóknarverkefniÞað á hann að hafa gert, sem sitjandi umhverfisráðherra, þegar hann úrskurðaði að fyrirtækið hygði á rannsóknir en ekki varp í hafið, sem er eftirlitsskylt, en fyrirtækið kastaði 19 þúsund tonnum af trjákurli í sjóinn.„Sitjandi umhverfisráðherra í málinu, Bjarni Benediktsson, gekk þá í málið og komst að því 25. apríl 2023 að Umhverfisstofnun hefði rangt fyrir sér, þetta væri bara alls ekki varp í hafið. Formaður Sjálfstæðisflokksins mætti og vængstýfði eftirlitsstofnanir vegna þess að ráðherrar flokksins hrifust af glansmyndinni sem dregin var upp af forsvarsmönnum fyrirtækisins,“ sagði Gísli Rafn.Segir þingmann eiga að gera beturÞessu svaraði Guðlaugur Þór í næstu ræðu.„Það að láta að því liggja að formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra hafi upp á sitt eindæmi gert einhverja hluti, þú veist, þetta er eitthvað sem háttvirtur þingmaður á að gera betur,“ sagði Guðlaugur hneykslaður.Forstjóri Umhverfisstofnunar sagði í viðtali í hádegisfréttum RÚV að það þyrfti að gjörbreyta lagarammanum í kringum nýsköpun af þessu tagi. Stofnunin hafi ekki verið með neinar heimildir til þess að hafa eftirlit með Running Tide, sem var afleiðing af niðurstöðu Bjarna Benediktssonar. …