Sendiherrar þurfa ekki leyfi yfirvalda að halda heimili í ákveðnu hverfi...
Bandaríska sendiráðið keypti Sólvallagötu 14 fyrir rúmum þremur árum. Kaupverðið var um 450 milljónir króna og samkvæmt úttekt sem Viðskiptablaðið gerði var það dýrasta einbýlishús þess árs.Dýrasta einbýlishús ársins 2021Sólvallagata 14 er teiknuð af Einari Erlendssyni, húsið var reist 1928 og var áður í eigu Andra Más Ingólfssonar, sem oftast er kenndur við Heimsferðir.Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að búa í húsinu en til þess að þeir búferlaflutningar verði að veruleika þarf að gera talsverðar breytingar, bæði á húsinu sjálfu og lóðinni. Breytingarnar teiknaði Zeppelin Arkitektastofan í samvinnu við KS Partners í Bandaríkjunum.Upphaflega stóð til að reisa vaktskýli fyrir öryggisvörð fremst á lóðinni en skipulagsfulltrúi borgarinnar tók það ekki í mál og sló hugmyndina strax út af borðinu. Þær breytingar sem sendiráðið vill gera voru kynntar í grenndarkynningu í janúar og til að allir íbúar í hverfinu gætu örugglega látið skoðun sína í ljós var frestur til að skila inn athugasemdum framlengdur í tvígang, nú síðast til 18. maí.Hávær mótmæli íbúa74 athugasemdir bárust frá íbúum, meðal annars frá fyrrverandi forstjóra Skipulagsstofnunar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, kvikmyndaleikstjóra og bókmenntagagnrýnanda. Þær voru nánast samhljóða, þetta væri friðsælt íbúðahverfi og sendiherra stórveldis ætti þangað ekkert erindi.En allt kom fyrir ekki.Á fundi umhverfis-og skipulagsráðs Reykjavíkur var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa þar sem athugasemdum íbúanna er svarað og lagt til að breytingarnar yrðu samþykktar.Sendiherrar þurfi ekki leyfi til að halda heimiliSkipulagsfulltrúi rekur í umsögninni þær breytingar sem sendiráðið vill gera, meðal annars hækka bílskúr á baklóð til að koma fyrir setustofu fyrir starfsfólk, reisa girðingu samhliða götu og gera breytingar á nokkrum gluggum.Skipulagsfulltrúi segir í umsögn sinni að sendiherrar þurfi ekki samþykki skipulagsyfirvalda fyrir því að flytja í ákveðið hverfi eða halda þar heimili, ekki frekar en aðrir íbúar. Stefna um hverfisvernd hafi verið höfð að leiðarljósi og þess vegna hafi vaktskýli fremst á lóðinni verið hafnað. Sendiráðið fær á sömu forsendum heldur ekki að fjarlægja núverandi steypta garðveggi meðfram lóðarmörkum þar sem þeir setji sterkan svip á götumyndina.Sama eigi við um hæðina á girðingu sem sendiráðið telur nauðsynlegt að reisa. Upphaflega átti hún að vera 2,4 metrar að hæð en gerðar hafi verið athugasemdir við það þar sem slíkt væri ekki í anda hverfisins.Hún hafi því verið lækkuð í 1,8 metra, verður gegnsæ rimlagirðing og þær kröfur eru gerðar að hönnun hennar og útlit samræmist byggingarstíl húsanna í hverfinu. Þar sem hún verður þrjá metra inn fyrir lóðamörk verður til rými sem skipulagsfulltrúi vill að verði nýtt sem gróðurbeð. með háum runnum, blómum og öðrum gróðri. Gróðurinn á að fela rimlagirðinguna og fegra um leið götumyndina.Fær ekki að breyta meira en aðrir íbúar myndu fáÍbúar höfðu einnig áhyggjur af skuggavarpi og viðburðum tengdum búsetu sendiherra á lóðinni, jafnvel að þar kæmi til mótmæla. Skipulagsfulltrúi bendir á að byggðin við Sólvallagötu einkennist að miklu leyti af stórum og reisulegum íbúðarhúsum og skuggavarpið sé nú þegar talsvert. Ekki sé sótt um breytingu á bílastæðafjölda og umsóknin varði ekki umferðarbreytingar.Hann leggur áherslu á að jafnræðisreglan hafi verið höfð að leiðarljósi. Sendiherra Bandaríkjanna fái ekki að gera breytingar sem nágrannar hans fengju ekki leyfi fyrir.Sjálfstæðismenn sátu hjáFulltrúar meirihlutans sögðu í bókun að upplýsingagjöf í þessu máli hafi verið umfram það sem gengur og gerist í svona málum, starfsfólk sendiráðs Bandaríkjanna hafi brugðist vel við ábendingum skipulagsfulltrúa og þær breytingar sem verið sé að gera hafi verið metnar alveg óháð forréttindum erindreka.Fulltúi Flokks fólksins sagði málið allt hið ótrúlegasta, starfsemi sem þessi ætti ekki heima í íbúðahverfi og kallaði hættu og ógn yfir næstu nágranna sem væri óásættanlegt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. …