
Setti inn meiri kraft í lokin...
„Við vorum aðeins óöruggir fyrstu fimmtán mínúturnar en svo varð það betra en það var mjög svekkjandi að fá þessi mörk á sig á síðustu mínútunum því mér fannst við verjast betur en í síðasta leik okkar og lengst af í þessum leik vorum við góðir,“ sagði Gregg Ryder þjálfari KR eftir 2:1 tap fyrir ÍA þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld og leikið var í 10. umferð efstu deildar karla í fótbolta. …