
Sjáðu mörk dagsins á EM: Dramatískt sigurmark Portúgala...
Fyrstu umferð riðlakeppni EM í fótbolta lauk í kvöld með leik Portúgals og Tékklands í F-riðli. Cristiano Ronaldo var 39 ára gamall í byrjunarliði Portúgal á sínu sjötta Evrópumóti sem er met. Annað met var slegið í þessum leik því Portúgalinn Pepe varð elsti leikmaðurinn í sögu EM, 41 árs.Fyrri hálfleikur var einstefna Portúgala en Tékkar vörðust vel og markalaust var í hálfleik. Það var svo á 62. mínútu nánast upp úr þurru sem Lukáš Provod kom Tékkum yfir með glæsilegu marki, skoti af 25 metra og boltinn fór í stöngina og inn. Það tók Portúgala átta mínútur að jafna metin og það gerðist með sjálfsmarki. Markmaðurinn Jindrich Stanek sló boltann í varnarmanninn Robin Hranac sem gat lítið gert og boltinn fór af honum í markið eftir skalla frá Nuno Mendes.Staðan var 1-1 á 90. mínútu þegar Roberto Martinez þjálfari Portúgala gerði þrefalda skiptingu. Meðal þeirra sem kom inn á var Francisco Conceição sem skoraði sigurmark Portúgala tveimur mínútum síðar eftir þreytulega tilburði í vörn Tékka og Portúgalar hefja þetta Evrópumót með 2-1 sigri á Tékkum.Tyrkland – Georgía 3-1Í sama riðli unnu Tyrkir 3-1 sigur á Georgíu í bráðskemmtilegum og söglegum fyrri leik dagsins á EM en þetta var fyrsti leikur Georgíu á stórmóti. Úrhellisrigningu gerði í Dortmund í dag og hafði hún eflaust áhrif á leikinn sem reyndist fjörugur í meira lagi. Tyrkir byrjuðu betur og Mert Muldur kom þeim yfir á 25. mínútu með stórglæsilegu marki, einu því fallegasta á mótinu til þessa.Rétt rúmri mínútu síðar skoruðu Tyrkir aftur en markaskorarinn Kenan Yildiz reyndist rangstæður og markið stóð ekki. Við það efldust Georgíumenn og Georges Mikautadze jafnaði í 1-1 á 32. mínútu eftir laglegt samspil. Þetta var söguleg stund fyrir Georgíu enda fyrsta mark þjóðarinnar á stórmóti í fótbolta.1-1 stóð í hálfleik. Á 65. mínútu skoraði ungstirnið Arda Guler með þrumuskoti af um 25 metra færi upp í fjærhornið og kom Tyrkjum yfir, 2-1. Þetta mark fer líka í keppnina um fallegasta mark mótsins. Georgíumenn sóttu stíft í uppbótartíma og voru nokkrum sinnum hársbreidd frá því að jafna. Markvörður þeirra Giorgi Mamardashvili brá sér í sóknina með þeim afleiðingum að Kerem Akturkoglu skoraði þriðja mark Tyrkja í autt markið þegar Tyrkir unnu boltann eftir hornspyrnu. Dómarinn átti þá aðeins eftir að flauta til leiksloka og Tyrkir fögnuðu 3-1 sigri.Önnur umferð riðlakeppninnar hefstÖnnur umferð riðlakeppninnar hefst á morgun miðvikudag og verða þá tveir leikir í A-riðli og einn í B-riðli.13:00 Króatía-Albanía (B-riðill)16:00 Þýskaland-Ungverjaland (A-riðill)19:00 Skotland-Sviss …