Sjóræningjaskipum og skemmtiferðabátum fleytt á tjörn á Akureyri
Sjóræningjaskipum og skemmtiferðabátum fleytt á tjörn á Akureyri...

Ungir og nokkuð stórhuga smiðir mættu í bátasmiðju Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Kennarar stóðu í ströngu við að glæða margslungnar hugmyndir barnanna lífi.Að lokinni smíðinni tók svo við göngutúr niður að tjörn þar sem í ljós kom hvort báturinn héldist á floti. Og þegar maður er kominn hálfur út í er kannski allt eins gott að kæla sig bara alveg.