Skorti heimildir til þess að veita Running Tide eftirlit
Skorti heimildir til þess að veita Running Tide eftirlit...

Umhverfisstofnun vill nýjan lagaramma í kringum loftslagsverkefni líkt og Running Tide. Stofnunin taldi sig ekki hafa heimildir til þess að hafa eftirlit með fyrirtækinu, þrátt fyrir að hafa verið upplýst reglulega um gang mála.Engin lög ná utan um loftslagsfyrirtækiLoftslagsverkfræðifyrirtækið Running Tide hefur vakið nokkra athygli eftir að það hætti störfum á dögunum. Fyrirtækið segist hafa bundið 25 þúsund tonn af kolefni á hafsbotni. Það seldi svokallaðar valkvæðar einingar til fyrirtækja eins og Microsoft og Shopify. Bindingin hefur ekki verið staðfest af óháðum aðilum. Fyrirtækið varpaði 19 þúsund tonnum af trjákurli út í hafið og svo virðist sem faglegt eftirlit með starfsemi þess hafi verið lítið sem ekkert. Engin lög ná utan um loftslagsfyrirtæki í nýsköpun og núgildandi lög eru nær hálfrar aldar gömul.„Það þarf að smíða nýjan lagaramma utan um þetta allt saman og fylgja þróun á alþjóðavettvangi sem er farinn af stað,“ segir Sigríður Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar.Engar heimildirHeimildin greindi frá gagnrýni vísindamanna þegar kom að starfsemi Running Tide, sem fékk heimild til þess að sökkva 50 þúsund tonnum af baujum með risaþörungum sem átti að rækta utan á þá.Talsmaður fyrirtækisins, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, sagði í viðtali við RÚV í gær að þeir hefðu sent öll gögn á Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnun eftir að verkefnið tók miklum umbreytingum. Slíkt þýðir þó ekki að Umhverfisstofnun hafi haft heimildir til þess að hlutast til um verkefnið.„Nei, við lítum svo á að við hefðum ekki haft eftirlitsheimildir til þess að grípa inn í ef eitthvað fór úrskeiðis,“ segir Sigrún. Umhverfisstofnun tók þó eftir umtalsverðum breytingum á starfseminni, þegar kurlinu var fargað, og það var tilkynnt til utanríkisráðuneytisins sem er leyfishafi í þessu tilfelli.Vantar lög um kolefnismarkaðiEngin lög gilda um kolefnismarkaði hér á landi. Fyrirtæki farga kolefnum úr andrúmsloftinu með einhverjum hætti og selja svo öðrum fyrirtækjum. Running Tide fangaði þó ekkert úr andrúmsloftinu, heldur fargaði trjákurli með því að henda því út í sjó, og vill meina að það sé endanleg förgun. Sigrún segir mikilvægt að koma á skýrum reglum um kolefnismarkaðinn sjálfan.„Það er ekki löggjöf á Íslandi utan um þessi viðskipti. Og til þess að það sé alveg örugglega raunverulegt og í samræmi við öll viðmið, þá þarf auðvitað að setja slíkan lagaramma,“ segir Sigrún.